Vændi er fag

Punktar

Skynsamlegt væri að leyfa kaup og sölu á vændi. Svo er í Þýzkalandi, þar sem fylgzt er með heilsu og velferð vændisfólks. Passað er upp á, að það sé sjálfs sín ráðandi, ekki á vegum þrælahaldara. Víða hafa þýzkar borgarstjórnir byggt þekkt vændishús, þar sem vændisfólk leigir ódýrt þægilegar íbúðir og tekur á móti viðskiptafólki. Eins og fíkniefni er vændi ekki fyrirbæri, sem hægt er að banna. Það fer bara á svarta markaðinn, ef forsjárhyggjan fer úr hófi fram. Vændisfólk á að njóta verndar sem venjulegir borgarar með réttindi og skyldur borgara og borga skatta eins og annað fólk. Gott væri líka, ef tryggð væru góð laun í faginu.