Næsta bylting

Punktar

Vextir geta ekki lengi verið miklu hærri en hagvöxtur. Fólk og fyrirtæki geta ekki borgað meiri vexti en sem nemur rekstrarafgangi fjölskyldu eða fyrirtækis. Misræmið leiðir til þess, að arður fjármagnseigenda sprengir hagkerfið. Verðmæti færast hratt frá launatekjum yfir til fjármagnstekna. Það er í hróplegu ósamræmi við jöfnuð, réttlæti og lýðræði. Mun hverfa í næstu byltingu, er hlýtur að vera á næsta leiti. Ört vaxandi munur ofsaríkra og bláfátækra hlýtur að leiða til slíks ferils. Hér á landi stefnir ríkisstjórnin óhikað að því, í kjölfar Bandaríkjanna. Byltingin mun síðan fela í sér ofursköttun ofurfjár og gerbreyttan bankarekstur.