Vill herða eftirlit

Punktar

Gaman er að sjá titringinn á skrifstofu samtaka atvinnurekenda, þegar samtök á alþjóðavettvangi hverfa frá nýfrjálshyggju. Framkvæmdastjórinn, Halldór Benjamín Þorbergsson, segir Alþjóða gjaldeyrissjóðinn vera „brokkgengan“. Sök sjóðsins er að benda á þann sjálfsagða hlut, að efla þurfi fjármálaeftirlitið. Hér varð hrun vegna frosins fjármálaeftirlits. Sem enn í dag er jafn skoplegt. Fleiri fréttir verða atvinnurekendum til sárinda. Efnahagsframfarastofnunin OECD segir, að kaupmáttur hinna 10% fátækustu hafi minnkað frá aldamótum, þótt kaupmáttur meðalfólks hafi aukizt. Eitt meginmarkmiða bófaflokka í verzlun og pólitík er að auka fátækt á Íslandi.