Óstjórntækir

Punktar

Stjórnarandstaðan á að hætta að tala um, hverjir séu óstjórntækir. Ómerkilegt orð yfir skoðanaágreining. Til þess fallið að kenna einhverjum öðrum um. Miklu nær er að nota sumarið til að finna, hvað ber á milli. Taka svo sem þrjár-fjórar helztu óskir hvers flokks og bera saman. Mér sýnist víða vera samhljómur milli flokka. Skoðanakannanir benda til, að þjóðin vilji norræna velferð og uppboð veiðileyfa. Stjórnarandstaðan ætti að geta samið um slík atriði. Stundum þykjast flokkar, til dæmis Vinstri græn og Samfylkingin, hafa slíkar skoðanir, en renna ævinlega á rassinn, þegar til kastanna kemur. Út af valdamiklum íhaldsöflum innan flokkanna.