Í stað lýsingarorðanna Siðlaus og Svikull hafa pólitíkusar búið til orðskrípið Stjórntækur. Pólitíkusar og pólitískir flokkar eru taldir stjórntækir, vilji þeir gefa eftir öll yfirlýst stefnumál fyrir ráðherrastóla. Sýnishorn af slíku eru Viðreisn og Björt framtíð, sem sitja í stjórn með bófaflokki. Pólitíkusar og pólitískir flokkar, sem vilja negla stefnuna í gerðum ríkisstjórnar, eru nefndir Óstjórntækir. Þessari skrítnu hugsun er einkum haldið fram í DV upp á síðkastið. Endalaust hafa verið gefin loforð um nýja stjórnarskrá, norræna velferð og uppboð veiðileyfa, án þess að meint sé neitt með því. Það kallast að vera Stjórntækur.