Íslenzk heilsugæzla er góð tæknilega og hæfnislega. Vandinn felst fyrst og fremst í ágengum tilraunum últra-hægri ríkisstjórnar til að einkavæða reksturinn. Gerir það með því að svelta Landspítalann og heilsugæzlustöðvar. Kannanir sýna, að stór meirihluti kjósenda hafnar tilrauninni. Meirihlutinn vill, að ríkisstjórnin hætti fautaskap, sem kostar mannslíf. Því miður ber nærri helmingur kjósenda ábyrgð á þessum ósköpum. Þeim er siðferðilega skylt að neita bófaflokkum um atkvæði sitt. Sjálfstæðisflokkurinn og fylginautar í Bjartri framtíð og Viðreisn þurfa að fá varanlega hvíld frá óhæfu sinni. Kannanir sýna, að allur þorri þjóðarinnar vill opinbera heilsuþjónustu.