Goggun í ríkisstjórn

Punktar

Viðreisn er að reyna að koma tveimur málum sínum fram í ríkisstjórninni. Hækka auðlindarentu um sex milljarða og bjarga 300 eigendum íbúða undan Íbúðalánasjóði. Sjálfstæðisflokknum finnst þetta ekki fyndið. Hann ákvað í upphafi að samþykkja engar gerðir samstarfsflokka sinna. Þeir hefðu þann eina tilgang að vera hækjur. Björt framtíð skilur þann tilgang sinn ágætlega og er ekki með mótþróa. Enda er þar frekar heimskt fólk. Viðreisn hefur harðari skráp og vill sýna, að hún hafi átt erindi í prívatstjórn bófaflokksins. Fyrir hönd kvótagreifa skipar Davíð Oddsson Bjarna Benedikts að hefja gagnsókn. Fylgist með framvindu hér á jonas.is.