Þögn er vond

Punktar

Hálfur milljarður fæst í ríkiskassann, þegar lokið er þeim málum, sem þegar eru hafin í kjölfar leyniskjala um skattaskjól. Mest er þetta auðlegðarskattur, sem stinga átti undan. Nöfn hafa ekki verið gefin upp. Ekki heldur, hvort eitthvað af upphæðinni er sekt, sem venjulegt fólk þarf að sæta. Vonandi sleppa þjófarnir ekki bara með að skila þýfinu. Í Mossack Fonseca skjölunum frá Panama voru alls 410 íslenskir skattaðilar. Örlítill minnihluti þeirra hefur verið rannsakaður til fulls. Við vitum ekki, hvort hin falla á tíma. Enginn treystir embættismönnum bananaríkis, ekki heldur ríkisskattstjóra og skattrannsóknastjóra. Þögn er vond.