Flokkur fólksins hélt ágætlega sóttan baráttufund í Háskólabíói í vikunni. Þar var mikið af gömlu fólki og öryrkjum. Í þeim hópum er að finna marga, sem hafa verið illa leiknir af róttækum hægri nýfrjálshyggjubófum ríkisstjórnarinnar. Í þennan hóp bætist við ýmislegt fólk, sem er uppi á háa c-i út af flugvellinum í Reykjavík. Einnig ýmislegt fólk, er hefur áhyggjur af múslimum og raunar fleiri útlendingum. Inga Snæland er vinsæll formaður og hefur náð til sín framafólki í hópum ýmiss konar sérhagsmuna. Þessi blanda getur dúkkað upp hvar sem er, til hægri eða vinstri. Getur náð þingmannafylgi, því flestir hata gamla fjórflokkinn.