Viðráðanlegur vandi

Punktar

Þrátt fyrir dagleg grátköst hagsmunaaðila fjölgar ferðafólki sífellt á Íslandi. Á þessu ári fjölgar þeim um minnst 40% frá fyrra ári. Eftir að hafa fjölgað um 25% á ári í mörg ár. Alls ekki eru hinar minnstu líkur á, að ferðamönnum fækki næstu árin. Fjölgunin verður þó hægari en á þessu ári. Það er bara hið bezta mál. Tími er kominn til, að ríkisstjórnin fjölgi kömrum um fleiri en núll stykki á ári. Og tími er kominn til, að okrarar úti á landi verði látnir fá róandi sprautur. Á höfuðborgarsvæðinu er verðlag í fínu lagi, svona svipað og í Osló. En það mundi hefna sín að fara upp fyrir Osló í verði. Ferðavandinn er almennt viðráðanlegur.