Píratar sýndu eftir kosningar, að þeir gátu fylgt hefðbundnum leiðum til að ná fram ríkisstjórn framfara. Buðu fram tilslakanir og lögðu áherzlu á fá atriði. Sýndu kjósendum, að þeir væru fullorðnir. Stjórntækir eins og það heitir á máli fjórflokksins. Um leið varð flokkurinn hversdagslegri, missti af unga sjarmanum, sem fylgir ungu fólki. Mér finnst vera kominn tími til, að píratar sýni, að þeir eru píratar. Fitji upp á vinnubrögðum, sem æsa pólitískar risaeðlur til að sýna sitt ljóta eðli. Hvetji fólk til að sjá, að hefðbundnir stjórnmálaflokkar eru ekkert annað en jólapakkningar um lygi, hræsni, græðgi, spillingu og siðblindu.