Ruglið magnast

Punktar

Hver kaupir fimm herbergja blokkaríbúð á 198 milljónir króna? Kannski er hægt að auglýsa ruglið nógu oft til að fólk haldi það vera eðlilegt verð við Eiðistorg. Ekkert selst né leigist af verzlunarplássi í kubbunum neðan Arnarhóls. Eitthvað er bogið við fasteignamarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Líklegast er verið að reyna að búa til nýtt hrun, enda eru tíu ár frá því síðasta. Það er hæfilegur tíma frá einu hruni til annars í furðulega hagkerfinu, sem við þurfum að þola. Hvaða önnur þjóð mundi þola skoppandi íslenzka krónu og stjarnfræðilega vexti? Af hverju er ég ekki fluttur til Miðjarðarhafsins, þar sem einbýlið kostar 15 milljónir króna?