Allt er við það sama í könnunum á fylgi flokka. Mánuð eftir mánuð eru tölurnar nærri eins. Flokkur fólksins mælist nú með þingmannafylgi, en Sósíalistaflokkur Gunnars Smára mælist alls ekki. Viðreisn er komin með Bjartri Framtíð niður úr 5% botninum. Eins og ætíð reynist litlum flokkum torsótt að starfa með bófaflokknum. Þar valta frekustu karlarnir yfir allt og alla í þágu 1% ríkustu, Engeyinga og kvótagreifa. Ráðherrastólar Viðreisnar og Bjartrar framtíðar reynast þeim flokkum skammgóður vermir. Hatrið á öldungum, sjúklingum, öryrkjum og heimilislausum virkar bara fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann er áskrifandi að 30%, -fáráðlingunum.