Miðað við Evrópu eru hús á Íslandi illa byggð og illa við haldið. 25% húsa eru hér gölluð vegna rakaskemmda. Þær valda vaxandi heilsutjóni og kostnaði við að rífa upp skemmdir og laga. Betra væri að byggja almennileg hús, en varla verður hlustað á slíkt meðan bóla húsbygginga er við hún. Við svipaðar aðstæður annars staðar á hnettinum hefur verið farið í markvissar aðgerðir. Á Nýja-Sjálandi hafa þær minnkað rakaskemmdir um helming. Íslendingar eru seinir á ferð í þessu eins og alkalí-málinu sæla. Héldu áfram að reisa alkalí-hús löngu eftir að vandræði þeirra voru komin í ljós. Í ýmsu fleira hangir fólk, svo sem í flötu þökunum.