Hér á landi læra menn ekkert af alkalí, flötum þökum, raka og öðru mótlæti, sem einkennt hefur íslenzk hús um marga áratugi. Frágangur þræla úr Austur-Evrópu er tætingslegur, fagmennska á undanhaldi. Samt eru ný hús til sölu á uppsprengdu verði. Fimm herbergja blokkaríbúð á 200 milljónir, eruð þið viti fjær? Á sama tíma kostar svipuð fasteign á Spáni 20 milljónir. Ljóst er, að bransinn getur ekki séð þjóðinni fyrir nægu húsnæði á kurteisu verði. Það er ekki bransi, heldur þjófahópar. Að venju gerir ríkisstjórnin ekkert, flytur ekki inn norræn hús. Er í þriggja mánaða sumarfríi eftir verklausan vetur. Forsætis bara í gæsapartíum.