Ærulausir heiðursmenn

Punktar

Í gamla daga réði ég fólk í vinnu. „Og svo er ég með tvo meðmælendur“, segir karl með hatt. Ég spyr hverja. Hann svarar: „Þeir vilja ekki láta nafns síns getið, en þeir eru annálaðir heiðursmenn.“ Brynjar Níelsson þingmaður á jafn einkennileg samtöl þessa dagana við fjölmiðlamenn. Hinn víðkunni sjálfstæðismaður Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, hefur fengið verjanda á alþingi götunnar. Brynjar veit nöfn þessara heiðursmanna úr Sjálfstæðisflokknum, en segir þau ekki koma okkur við. Allir sjálfstæðismenn eru heiðursmenn. Auðvitað eru þeir líka ærulausir fyrir að skrifa upp á Róbert og að vilja alls ekki, að við vitum það.