Vinstri græn eru íhaldsflokkur, sem mun næst fara í stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Ég sé ekki þau mál, sem séu Vinstri grænum sameiginleg með annarri stjórnandstöðu. Menn eins og Björn Valur Gíslason og Steingrímur J. Sigfússon munu ekki styðja frelsun kvótans undan kvótagreifum; nýju stjórnarskrána, sem falin er niðri í skúffu; né heldur brottnám vinnslustöðva landbúnaðarins undan pilsfaldi ríkisins. Vinstri græn hafa verið og verða áfram sátt við, að fríðindi sérhagsmunahópa fái að halda sér. Þau munu taka að sér hlutverkið, sem Framsókn hefur leikið frá ómunatíð, að styðja hornstein spillingar, Sjálfstæðisflokkinn.