Þrettán hundruð störf eru laus við leikskóla landsins. Mikill skortur er líka á kennurum á skyldunámsstigi. Fólk með réttindi fær sér vinnu annars staðar. Það stafar auðvitað af, að kjörin eru of bág í samanburði við aðra hópa. Eru þetta þó brýnni störf fyrir þjóðfélagið en ýmis önnur, til dæmis stjórnunarstöður í bönkum. Þetta er eins og í heilbrigðiskerfinu. Þar vantar víða réttindafólk til starfa, auðvitað af bágum kjörum í samanburði við aðra. Þegar þannig er búið að svíða ríkisrekstur til óbóta og gera óvinsælan, koma nýfrjálshyggjugaurar á borð við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Hún kallar eftir einkarekstri á óvinsælum ríkisrekstri.