Allsráðandi Sjálfstæðis

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn ræður öllu, stóru og smáu, í ríkisstjórninni. Einstakir ráðherrar annarra flokka mega bulla út og suður, jafnvel dögum saman. Bjarni þegir bara og sólar sig í fríinu. Þegar Benedikt frændi er búinn að tala sig hásan um fráleitan búvörusamning, segir Bjarni bara: Samningar munu standa. Og málið er úr sögunni. Litlu flokkarnir í ríkisstjórninni mælast ekki með neinn þingmann í könnunum. Stundum segir Björt eitthvað óljóst, en Bjarni nennir ekki einu sinni að segja henni að halda kjafti. Proppé er alveg horfinn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins ræða heilsumálin. Fólk gerir ekki ágreining við Flokkinn.