Mat Bar er lítið og notalegt veitingahús á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs. Þjónusta er góð og einföld í sniðum, ekki með neinn æsing. Í hádeginu er allt gott um verðið að segja, tiltölulega lágt. Fiskur dagsins innan við 2000 kall og með súpu dagsins fer verðið bara upp undir 2500 kall. Matreiðslan er sögð vera ítölsk og býður meðal annars upp á indælis risotto. Súpa dagsins reyndist vera pipar/tómatsúpa, bragðsterk og hress. Fiskur dagsins eldisbleikja, rétt elduð og jóðlandi í olífuolíu. Brokkál og blómkál var of hart undir tönn, en annað meðlæti við hæfi, mjög olíuvætt. Staður, sem ég hef áhuga á að heimsækja aftur.