Hamfarir af mannavöldum

Punktar

Spáð var, að flóð á stærð við Houston-flóðið í Texas kæmi á 500 ára fresti. Í rauninni hafa slík flóð komið árlega í þrjú ár. Öfgaveður eru að verða tíðari og stærri en áður var. Tíðni storma og flóða á þessu svæði fer vaxandi. Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur segir: „Það er breyting í gangi. Sú breyting er hnattræn hlýnun, en vaxandi tíðni stórrigninga og fellibylja er ein afleiðing hnattrænnar hlýnunar“. Haraldur segir líka að stjórnvöld í Bandaríkjunum stingi höfðinu í sandinn. Hnattræn hlýnun er raunveruleg og veldur öfgum í veðurfari, líka hér á landi. Fræðimenn eru sammála um, að hamfarirnar séu af mannavöldum.