Sharia verði bannað

Punktar

Í Evrópu er meirihluti allra þjóða andvígur fjölgun múslima. Og andstaðan við múslima vex. Flokkar eru fyrir löngu farnir að fiska í þeim háværa hópi. Eins og Framsókn í Reykjavík. Eini nýi flokkurinn hér með þingfylgi er Flokkur fólksins, eins konar Sannir Finnar. Pólitík snýst minna um arðrán 1%-hópsins, auðgreifana, meira um múslima. Þetta er umhugsunarefni fyrir alla þá, sem vilja jafna eignir í landinu. Tempra þarf stuðning við íslam í ýmsum þáttum til að auka líkur á aðildinni að vestrænu og trúlausu jafnrétti. Í stórum dráttum þýðir það temprun á multi-kulti. Að sharia víki skilyrðislaust fyrir íslenzkum siðum og lögum.