Gylfi, Davíð og ógæfan

Punktar

Sigið hefur á ógæfuhlið stjórnmála síðan Davíð Oddsson tók við landstjórninni. Frá þeim tíma hefur launamunur aukizt og eignamunur margfaldazt. Allar eignir hafa runnið til ríkasta 1% fólks og ekkert til fátækustu 10%. Vinstri flokkar stungu ekki við fæti, föttuðu kannski ekki. Á sama tíma hefur hagsmunahreyfing alþýðunnar, stéttarfélögin, ekki heldur stungið við fæti. Gylfi Arnbjörnsson var burðarás þessa aðgerðarleysis. Einn af Blairistum krata, sem eru strangtrúaðir á kolruglað regluverk kapítalismans. Hefur ekki enn séð ljósið, tuðar um hagvöxt, þegar hundruð milljarða króna fara árlega framhjá hinum svokallaða hagvexti.