Skætingur og orðahnippingar magnast milli stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar. Björt framtíð tekur lítinn þátt, enda hafur hún lítið til málanna að leggja. Í Viðreisn hefur í sumar mátt skynja vaxandi urg út af skorti á framgangi mála flokksins. Aðeins mál Sjálfstæðisflokksins nái fram að ganga. En nú síðla sumars hefur skætingur aukizt af hálfu bófaflokksins, einkum í tengslum við hagsmuni sauðfjárræktar. Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað andvígur markaðslausnum á því sviði sem öðrum. Bófaflokkurinn væri réttar nefndur Sovétflokkurinn og Mogginn réttar nefndur Pravda. Flokkurinn sá er hinn stóri vandi ríkisstjórnarinnar.