Við vitum allt bezt

Punktar

Ísland er rosalega seintekið í upplýsingum um smíði húsa. Áratugum saman var einangrun klædd innan á steypu, þótt í útlandinu væri vitað, að hún á að vera utan á steypunni. Áratugum saman var steypa notuð jafnframt sem klæðning, þótt í útlandinu væri vitað, að hún er rakadrægt innanhússefni. Áratugum saman höfðu Íslendingar lítinn áhuga á loftræstingu og rakaheldni klæðningar, þótt það væri talinn mikill vandi í útlandinu. Afleiðinguna af hinum séríslenzka æðibunugangi hefur mátt sjá áratugum saman. Fólk hefur bara alls ekki getað séð fyrir sér, að Íslendingar geti lært eitthvað af útlandinu, til dæmis reglum Evrópusambandsins.