Global Positive Forum er ráðstefna valdafólks fjármála og stjórnmála heims. Þar er rætt, hve vel gangi að flytja fjármagn frá fátækum til hinna allra ríkustu. Þetta eru samtök auðs gegn almenningi. Umræður eru fyrir luktum dyrum, en þeir duglegustu fá verðlaun. Að þessu sinni var Bjarni Benediktsson efstur á blaði. Hann er sagður hafa staðið sig bezt allra forsætisráðherra að efla stöðu auðs í landi sínu. Aðrir mundu telja þetta vera skammarverðlaun, en Bjarna leið vel, þegar hann tók á móti viðurkenningunni í París í vikunni. Þetta er ein af mörgum áróðursstofnunum þess eina prósents, sem stelur lunganum af auði alls mannkyns.