Margt er skrítið, sem greinir Sjálfstæðisflokkinn frá öðrum stjórnmálaflokkum. Nýlega vakti athygli, hversu langt ráðamenn í flokknum ganga við að greiða götu barnaníðinga. Þar er einhver leyniþráður á milli. Nú síðast vekja athygli ýmis tilþrif við að skekkja niðurstöðu kosninga til þings sambands ungra Sjálfstæðis. Sumir hafa flutt búsetuna til heimilis Martins Eyjólfssonar sendiherra í TISA. Þannig geta þeir kosið sem fulltrúar Heimdallar. Löng er saga Heimdallar á þessu sviði. Frægt var, þegar verðandi arftaki Davíðs sem ritstjóri Moggans, þáverandi viðskiptasiðfræðingur, stóð í braskinu með flugvél í flutningi atkvæðisbærra.