Hef ekki trú á, að mikið fylgi græðist á andstöðu við hælisleitendur, kannski 5%. Fylgi Flokks fólksins er fremur fengið hjá gömlu fólki vegna féflettingar stjórnvalda á eldri borgurum. Langsótt er að telja kostnað við útlendinga takmarka getu ríkissjóðs til að standa við gróið velferðarkerfi. Fjárskorturinn stafar af markvissri stefnu í að minnka tekjur ríkissjóðs. Af lækkun skatta á hátekjufólki og stóreignafólki. Meðan Flokkur fólksins fattar ekki samhengið í íslenzkum skorti á jöfnuði, getur hann ekki leyst fjármál velferðar. Allt tal um dýra hælisleitendur er villuslóð, sem beinir athygli frá sjálfum vanda fátæktar.