Hvað sem líður deilum fólks um hnattræna hlýnun af mannavöldum, þá er hún að sýna hrikalegar afleiðingar. Fellibyljir í Texas og Florida eru nú magnaðri og tvöfalt fleiri en árið 1990. Þeir eru afleiðing af blöndun heitari sjávar við þurran vind af Sahara eyðimörkinni. Taka svo land í Karíbahafi eða Mexikóflóa. Valda stórflóðum og eyðingu mannvirkja, einkum í fátækum hverfum nálægt strönd. Hagsmunaaðilar hafa lengi haldið úti nokkrum sérfræðingum til að draga þetta ferli í efa, en fáir taka mark á þeim. Donald Trump er einn af þessum fáu. Hefur nú fengið í hausinn afleiðingarnar af því, sem hann telur ekki vera til.