United Silicon kísilverksmiðjan í Helguvík átti að vera stærst í heimi. Við sættum okkur ekki við minna en að vera mestir. Fyrir ári var reksturinn hafinn, og hefur gengið á afturfótunum. Fabrikkan jós auri og eimyrju yfir Keflvíkinga, sem raunar kusu þetta yfir sig á sínum tíma. Þeim hefur snúist svo hugur, að maður gengur undir manns hönd að fá ruglið stöðvað. Í tvígang hefur verksmiðjan verið stöðvuð og þrisvar hefur kviknað í henni. Ekki er hún minna þekkt fyrir ítrekaðan ofsaakstur forstjórans á Reykjanesbraut. Hann hefur nú verið rekinn, uppvís að margvíslegu svindli og svínaríi. Og fabrikkan komin í greiðslustöðvun.