Sjö vikur eru til kosninga. Stefnuskrár flokkanna verða líkar því, sem þær voru fyrir ári. Meira pláss verður þó notað um málin, sem vanrækt hafa verið á árinu. Meira um aðgerðir gegn fátækt, gegn öldrun, örorku, vanheilsu og heimilisleysi ungs fólks. Fráfarandi stjórnarflokkar munu einkum hafa hátt í von um, að orð sín skyggi á gerðir sínar. Sjálfstæðisflokkur mun setja fram sósíaldemókratíska stefnu til að fela öfgahægri-frjálshyggju sína. Sama mun Viðreisn gera. Tími sannleikans er löngu liðinn í pólitík. Leiðindafólk mun benda á misræmið og að venju talið vera leiðinlegt. Áttavilltir kjósendur munu hafa ýmis færi á mistökum.