Katrín Jakobsdóttir telur ranglega, að nú sé í gangi pólitík eins og hver önnur pólitík. Unnt sé að segja Vinstri græna óbundna af vali á samstarfsflokkum. Það er gömul klisja um, að flokkurinn geti hugsað sér að vinna með Sjálfstæðis eftir kosningar. Sjálfstæðis er ekki pólitískur flokkur. Hann er pólitískur armur hagsmunaafla, sem lifa á að stela árlega hundrað milljörðum króna af þjóðinni með hækkun í hafi. Sjálfstæðisflokkurinn er einfaldlega bófaflokkur. Enginn alvöruflokkur getur farið í kosningabaráttu með óbundið val um samstarf við bófaflokk að kosningum loknum. Svoleiðis gerir maður einfaldlega ekki, Katrín.