Rétt og rangt hjá Ingu

Punktar

Flokkur fólksins hefur einfalda stefnu: Aldrað fólk hefur það skítt og það er hælisleitendum að kenna. Seinni hlutinn er rangur, aukinn ójöfnuður í landinu er um að kenna því 1% þjóðarinnar, sem sogar til sín þjóðarauðinn. Bófaflokkur stjórnmálanna sér um að lækka skatta stóreignamanna og gera þeim kleift að fara með hækkun í hafi framhjá sköttum. Þannig eru hundrað milljarðar sogaðir út úr kerfinu. Til að mæta þessu er ráðizt á þau 10%, sem hafa það skítt, og á ókeypis heilsuþjónustu. Fyrri hlutinn er hins vegar réttur og út á það geta aðrir unnið með Flokki fólksins. Rangindi síðari hlutans fæla hins vegar aðra frá samstarfi.