Ekki er að sjá, að kosningafundur Sjálfstæðisflokksins hafi lífgað upp á slag kosninganna. Flestir talsmenn á félagsmiðlum eru óvenju þögulir. Var þó boðið upp á enn eina útgáfuna af sviknu frítekjumarki. Einn fundarmanna setti það í fyrirsögn á þreytulegu bloggi sínu. Sumir talsmenn kvarta yfir orðljótum texta um bófaflokkinn á samfélagsmiðlum. Satt er það, að ljótt er að kalla fólk bófa og perravini. Eigi að síður eru það sannyrði. Fólk er smám saman að byrja að átta sig á, að Sjálfstæðisflokkurinn er bófaflokkur út í gegn, pólitískur armur þess siðblinda og gráðuga 1%, sem hefur áratugum saman sogið blóðið úr þjóðinni.