Afneita fjárlögum sínum

Punktar

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar lagði um daginn fram frumvarp að fjárlögum næsta árs. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru ábyrgir fyrir því eins og aðrir í stjórninni. Nú þegar kosningabarátta er hafin vilja sumir þingmenn flokksins ekki kannast við plaggið, og allra sízt skattahækkanir þess. Ábyrgðartilfinning er að venju af skornum skammti á þeim bæ. Lögð eru fram ótal kosningaloforð og aldrei staðið við neitt þeirra. Þetta hafa verið svoddan sauðir, kjósendur flokksins. Eitthvað hefur þó verið að saxast af sauðunum samkvæmt könnunum þessa hausts. Það er ekki endalaust hægt að hafa þriðjung þjóðarinnar að fífli.