Tveir vilja breytingar

Punktar

Tveir flokkar vilja halda stjórnarskránni til streitu. Píratar og Samfylkingin vilja álykta. Vinstri græn kæra sig ekki um hana frekar en gerir annað íhald á þingi, Sjálfstæðis, Framsókn, Viðreisn og Björt framtíð. Vinstri græn vildu þó miðla málum, sem Sjálfstæðis hafnaði. Kannski er orðið úrelt að skipta flokkum í hægri og vinstri. Það, sem skilur á milli, er íhald og breyting. Flestir eru íhald. Þar á meðal auðvitað Sjálfsstæðis, Björt framtíð og Viðreisn, Flokkur fólksins, Sigmundarflokkur og einkum og sér í lagi Vinstri græn, kjölfesta skoðanakannana. Píratar vilja miklar breytingar og Samfylkingin dálitlar.