Sjálfstæðisflokkur Bjarna Ben gegnir í ríkisstjórninni sömu óróarullu og Vinstri grænir í stjórn Jóhönnu, hlutverki villikattanna. Gat ekki smalað villiköttum síns þingflokks eins og Jóhanna gat ekki. Þorsteinn Pálsson, fyrrum formaður flokksins orðar það: „Það voru þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem nánast í öllum málum hlupu út og suður. Þeir gátu ekki staðið við stjórnarsáttmálann og gátu ekki staðið við það sem formaður flokksins hafði samið um við aðra í stjórninni. Það var líka ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem klúðraði málinu, er felldi loks ríkisstjórnina – og sami ráðherra hafði raunar áður klúðrað skipun dómara við nýtt millidómsstig. Og nú hefur forystumaður innan þingflokksins upplýst að þingmenn hans hafi verið búnir að ákveða að að fella fjárlagafrumvarpið og þar með ríkisstjórnina fyrir jól.”