Falangismi Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, er búinn að vera. Sjónvarp um allan heim hefur sýnt ofbeldi spænska þjóðvarðliðsins í Katalúnju. Þjóðvarðlið á að verja fólk, en á Spáni beitir það kylfum og táragasi á almenning. Katalúnar, sem í fyrradag voru að hálfu fylgjandi aðild að Spáni, eru í dag yfirgnæfandi á móti aðildinni. Carles Puigdemont, forseti Katalúnju, mun leggja frumvarp um sjálfstæði fyrir þing landsins. Rajoy og falangistar hans hafa með ofbeldi sínu misst málið úr höndum sér. Er komið í sjálfstætt ferli, sem ekki verður snúið við með ofbeldi. Það segir alla söguna, að kosningarnar í Katalúnju tókust.