Flokkarnir keppast um að lofa fólki gulli og grænum skógum. Vaxtalitlum íbúðum, hærri skattleysismörkum, efndum svikinna loforða. Bófaflokkurinn, Björt framtíð og Viðreisn og Framsókn lofuðu þessu í fyrri ríkisstjórnum. Nánast allir flokkar þegja um fjármögnun loforðanna. Píratar segja þau kosta auðlegðarskatt á þá ríkustu og minni afgang á ríkisreikningi. Þannig gengur dæmið upp, en ekki með innantómum loforðum. Bófaflokkurinn hins vegar segir okkur, að allir hafi það ofsalega gott og að við búum við bezta mögulega stjórnarfar. Þar hefur hann sagt í tæp fjörtíu ár. Og enn trúa um 50 þúsund manns, að þau lifi í ævintýri hans.