Deyjandi bófaflokkur

Punktar

Í fyrsta sinn í langan tíma hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki haft tök á slagnum. Er dottinn í 23% fylgi og lyftir sér ekki upp. Tvær vikur til stefnu og góð ráð dýr. Hörðustu baráttusveitirnar eru atvinnurekendafélagið og Viðskiptablaðið, en Mogginn rambar stundum í átt til Wintris. Gömlu lygarnar og lummurnar virka ekki lengur. Fjölmiðlar og hagsmunasamtök hafa glatað miklu af áhrifavaldi sínu. Í staðinn hafa aukizt áhrif samfélagsmiðla og þeir hafa mótað slaginn að þessu sinni. Ekki er lengur minnst á Flokkinn sem hornstein hverrar ríkisstjórnar. Og fólk er farið að fyrirgefa hreingerninguna Vinstri grænum og Samfylkingunni.