Skortur á mannasiðum

Punktar

Öll þessi #MeToo bréf á samfélagsmiðum hafa skekið Vesturlönd, ekki síður Ísland en önnur lönd, jafnvel meira. Á Stéttinni í gærmorgun fékk ég að heyra nákvæmar sögur af köllum, sem ég þekki. Mér hafði ekki dottið í hug að til væri þvílíkt áreiti. Það stangast á við allt, sem ég hef lesið um siði og framkomu fólks. Ég hef lengi talið, að taka þurfi upp kennslu í rökfræði í menntaskólum, til dæmis í tíu algengustu rökvillum, sem taka yfir hálfa fésbókina. Nú sé ég, að ekki er síður þörf á kennslu í siðfræði í menntaskólum. Kennslu í mannasiðum, hvernig fólk hagar sér í samskiptum við annað fólk, einkum þó og sér í lagi við konur.