Ríkisútvarpið hefur útbúið kosningaspil, sem gerir fólk kleift að bera sig saman við flokka og frambjóðendur. Samt er spilið gagnslaust. Gerir ráð fyrir, að yfirlýsingar og loforð flokka og frambjóðenda séu marktæk. En það eru þau ekki. Ef við tökum hina deyjandi ríkisstjórn sem dæmi, þá reyndust verkin vera öfug við loforðin, ekki bara hjá bófaflokknum. Sama verður uppi á teningnum núna. Sá, sem samsvarar sig við Bjarna Ben eða Sigmund Davíð verður fyrir vonbrigðum eftir kosningar. Kosningaspil Ríkisútvarpsins er ágætis dægradvöl, en gefur jafnframt í skyn, að orð muni standa. Það er einmitt einkenni orða, að þau standast ekki.