Ofmat á loforðum

Punktar

Mér finnst mat á loforðum hafa um of yfirtekið kosningabaráttuna. Fólk tekur alls konar próf til að finna samsvörun með sér og flokkum eða frambjóðendum. Hafið þið ekki fattað, að orð eru oftast lygi í pólitík? Flokkur og frambjóðandi lofar öllu fögru, en hyggst ekki efna neitt af því. Efndi Sjálfstæðisflokkurinn eitt loforða sinni eftir síðustu kosningar? Það er ekki til marklausari iðja en að bera orð frambjóðanda saman við skoðanir þínar. Auðvitað skipta gerðir máli, ekki orð. Auðvelt er fyrir þig að sjá, að þeir, sem hafa verið í stjórn síðustu fjögur ár, eru ónothæfir. Einkum D, en líka C og A, B og M. Þetta er allra einfaldasta mál.