36 vinstri þingmenn

Punktar

Þjóðin endurreisti sig ekki í gær. Vinstri græn töpuðu af mikla sigrinum, sem þeim hafði verið spáð. Allir aðrir segjast hafa unnið, þótt það gildi varla um aðra en Samfylkinguna, Miðflokkinn og Flokk fólksins. Ekki er loku fyrir skotið, að báðir Panama-prinsarnir verði í ríkisstjórn. Kjósendur hafa hlaupið út og suður í tæpan áratug. Stundum hafa þeir stigið framfaraskref og jafnan stigið þau strax til baka. Ísland er því sama díki spillingar í dag og það var í gær. Bófaflokkar Panama-prinsa hafa þriðjunginn af öllu fylgi. Bezta vonin eru Vinstri græn, Samfylkingin, gamla Framsókn, Píratar og Flokkur fólksins, alls 36 á þingi.