Stjórnin kolféll í kosningunum. Í staðinn kemur fimm flokka stjórn með fremur vægum vinstri svip. Líklega undir forustu Katrínar, ef hún hefur kjark. Þetta verður B+F+P+S+V stjórn. Eða líka +C. Í slíkri stjórn verða engir Panama-greifar. Það er gott fyrsta skref til endurreisnar. Hún mun auka peninga í velferð. Það er annað skrefið í átt frá bófaflokknum. Hvort tveggja lagar þjóðarsáttina og bætir stöðu landsins gagnvart vestrænu almenningsáliti. Við verðum að frysta úti bófa og Panama-greifa og bæta stöðu sameiginlegra áhugamála stjórnarflokkanna. Bjarni reynir þó að hrifsa völdin í viðræðum við forseta, en það mun honum ekki takast.