Drífðu í því

Punktar

Hafi Katrín Jakobsdóttir unnið heimavinnuna sína. Hafi hún talað hreint út við Ingu Sæland og Sigurð Inga Jóhannsson. Þá getur hún sagt Guðna Th. Jóhannessyni forseta, að hún sé nokkurn veginn tilbúin með nýja ríkisstjórn. Þá fær hún umboð til að mynda þá ríkisstjórn. Hlutirnir gerast hratt, en sumir hugsa of hægt. Ef vöfflur verða á henni, fær Bjarni Benediktsson umboðið og hangir á því í fjórar vikur. Svo einfalt er það. Katrín getur boðið Ingu, að uppfylltar verði allar kröfur hennar og hún fái velferðarráðuneytið. Getur boðið Sigurði, að varlega verði farið í kvótann og verndarhendi haldið yfir búvörusamningum. Drífðu í því.