Gagnsókn kvenna: Sex konur gangi á fund forseta og segi honum, að þær vilji mynda meirihlutastjórn. Katrín Jakobsdóttir hefur orð fyrir þeim sem formaður stærsta stjórnarflokksins. Með henni verða Lilja Alfreðsdóttir (gamla Framsókn), Helga Vala Helgadóttir, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Inga Sæland og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Þær segist vera tilbúnar að mynda sex flokka kvennastjórn. Flott útkoma á erfiðri kosningu. Aftur kæmist Ísland í heimsfréttirnar, nú fyrir kvennafrumkvæði og brottvísun Panama-greifa, en ekki fyrir einhver heimskupör. Stundum skapast tækifæri til að leika sigurleik, þrátt fyrir fyrri afleiki.