Katalúnja nær sjálfstæði

Punktar

Ýmis dæmi eru um minnihlutaþjóðir, sem una ekki að vera í ríki með fjölmennari þjóð. Þekktustu dæmin eru Kúrdar og Katalúnar. Nær okkur eru Baskar og Skotar. Slík mál þarf að höndla af mikilli gætni. Falangistastjórnin á Spáni hefur ekki borið gæfu til þess gagnvart Katalúnju. Saga Kúrda sýnir, að harkan sex mun ekki duga. Katalúnar munu öðlast sjálfstæði, ef þeir vilja. Og þeir munu vilja það eftir óeirðir spænskra villimanna. Allt slíkt framferði stappar stálinu í minnihlutaþjóðir. Þetta er ekki spurning um praktíska niðurstöðu, heldur ferli, sem enginn getur stjórnað. Bretar hafa sýnt betri lagni í samskiptum við Skota.