Stjórn án Panama-prinsa

Punktar

Tilraunir stjórnarmyndunar ganga vel hjá Katrínu Jakobsdóttur. Í grunni stefnir hún að stjórn fráfarandi andstöðu, í ljósi þess, að þáverandi ríkisstjórn kolféll í kosningunum. Til viðbótar kæmi hugsanlega Viðreisn. Viðræður um þetta eru í fullum gangi, Sjálfstæðisflokknum til mikillar gremju. Til greina kemur líka að taka inn Flokk fólksins. Stjórnin gæti þá verið frá fjórflokka upp í sexflokka. Sérkenni stjórnarinnar er, að hún skilur eftir bófaflokka Panamaprinsana beggja. Það er stórkostleg landhreinsun, sem mætti sem lengst standa. Við erum búin að fá upp í kok af útblásnum siðblindingjum, sem hafa tröllriðið kosningabaráttunni.