Auðveldast er að mynda fjölflokka ríkisstjórn, sem leggur langtíma-hugsjónir til hliðar. Einbeitir sér að aukinni velferð, en geymir Evrópuaðild, stjórnarskrá og nýjan gjaldmiðil til hliðar. Slík stjórn ætti að geta orðið nokkuð traust með öflugan þingmeirihluta. Hún hefði engan Panama-prins og meirihluti ráðherrastóla væri skipaður konum. Þetta væri flott stjórn með flotta siðferðilega ímynd innan lands og utan. Þetta væri friðarstjórn, ekki bara stjórn fyrrverandi minnihluta. Ég býst við, að Lilja Alfreðs, Þorgerður Katrín og Inga Sæland sjái allar, að slík stjórn yrði meiriháttar tímamót eftir hrakningana á vegum Panama-prinsanna.